laugardagur, október 18, 2003
 
!!! NÝTT BLOG !!!
mánudagur, október 13, 2003
 
Langt síðan ég hef bloggað
Var í öðru sæti á eftir Hjalla í magic móti í gær, NERDS. Er þrrrULLUþreyttur í LIM tíma núna... farinn að sofa eða eitthvað..
bleh.

miðvikudagur, október 08, 2003
 
Var að koma úr Fellaskóla, þar sem ég og Hjalti fengum aðstöðu hjá Ármanni Einarssyni til að klippa stuttmynd sem hóp okkar var falið að gera í lífsleiknitíma. Ég mætti á staðinn klukkan hálf fimm og var að koma heim núna um kl hálf ellefu. Samkvæmt niðurstöðum mínum var ég ógeðslega lengi í burtu, án þess að éta, sofa né lita.
Þetta var alveg hræðilega gaman, og tókum ég og Hjalti ófá lögin í karokee, þar má nefna Pocahontas lagið, Say my name með destinys child með dönskum frumsömdum texta og svo love theme-ið í lion king.
Myndin okkar er stórbrotið listaverk og tel ég öruggt, ef ekki fullvíst að við fáum amk. 1 óskar fyrir þetta.
Núna held ég að ég komi mér í háttinn því ég verð að skrifa um Erró sýninguna sem ég fór á og læra danskar sagnir.
Góðar stundir
þriðjudagur, október 07, 2003
 
Eftir helgi mikils nördaskaps og internetleysis sný ég aftur tvíefldur og glými við þrautir og skyldur sálarlífs míns, sem og námslífsins.
Ég vil byrja á því að biðja Sigga og Sigurjón afsökunar á því að geta ekki klárað skákirnar sem ég var að tefla við þá gegnum netið..
Ef þið eruð að lesa þá sorry, og ég elska ykkur.
Fór á Eskifjörð í dag á vegum SJL 103 að skoða Erró sýningu. Var í bíl með Árna og þetta var ágætt allt saman, skemmtilegastur var þó presturinn sem sýndi okkur kirkjuna. Eftir að hafa talað slatta um kirkjubygginguna sjálfa talaði hann um að guð væri mesti listamaður allra og tók okkur krakkana sem dæmi um stórbrotin listaverk guðs. Við berum listina í hjarta okkar.
Ég tísti og roðnaði og minnstu munaði að ég skellti upp úr af hlátri.
Annars eru bara mjög leiðinlegir hlutir í gangi núna í lífi mínu, enskupróf í dag, stærðfræðipróf á morgun og dönskupróf á fimmtudaginn. Ég er að íhuga hvenær maður ætti að reyna að koma skákæfingum af stað, þ.e. á hvaða tíma. Var að hugsa um föstudagskvöld kl 11 en það verða örugglega allir hvort sem er í tölvunni þá.
Nördakvöld á morgun og annað á fimmtudagskvöldið, við í "Bjór og klám klúbb ME" (einnig þekktur sem "Roleme") erum að plana að panta okkur pizzuhlaðborð eitt spilakvöldið og hafa skyldumætingu í búningum með sverð og tilheyrandi hluti sem eru nauðsynlegir í roleplayið.
Ég er einnig að pæla í að fara að stúdera heimasíðugerð eitthvað af viti, er farinn að hafa áhyggjur af því að ég sé ekki talinn nógu mikið nörd fyrir.
Áður en ég kveð í kvöld kasta ég kveðju á alla kennara í Fellaskóla sem eru að lesa þetta, sem og mömmu mína og pabba en þau eru eflaust búin að komast yfir slóðina þannig að nú verður maður að fara að passa sig hvað maður segir.
Góðar stundir gott fólk
mánudagur, október 06, 2003
 
AFSAKIÐ

En ég hef verið netlaus í fleiri mínútur og daga og hef ekki getað bloggað, ætla að sofa núna og læra smá, góða nótt knúsubangsar
miðvikudagur, október 01, 2003
 
Hetjur eru stór hluti af daglegu lífi okkar, og datt mér ekki í hug að ég yrði vitni að hetjudáð þegar ég sat í matsal ME í hádeginu og át mat minn um leið og ég talaði við Hr. Nafnlausan.
Hr Nafnlaus tjáði mér að "professor nafnlaus" og "doktor nafnlaus" ættu hamstur sem þeir færu illa með, lituðu bláan og létu hann taka í nefið. Hr. Nafnlaus og ég vissum að aðgerðir voru nauðsynlegar, þannig að við "masterminduðum" rán (björgun) á hamstrinum, og eyddum öllum matartímanum í það.
Eftir langar samræður og erfiðar ákvarðanir vorum við komnir með fleiri nafnlausa til að taka þátt í planinu (mission hamstur rescue) og þótt ég segi sjálfur frá, skothelt plan að öllu leiti um björgunina.
Þegar það átti svo að hrinda áætluninni af stað fór það ekki betur en svo að Hr. Nafnlaus endaði á því að grípa hamstrabúrið fyrir framan nefið á eigundunum og hlaupa með það út, og fékk svör til baka s.s. "skilaðu honum svo" og "hehe..".
Eftir stutta veru á "rescue point one" kom eigandi hamstursins til að sækja hann, en hann gat tekið hann vandræðalaust því Hr. Nafnlaus 2 fann ekki nógu fljótt upp á einhverri lygi til að halda honum.
Þrátt fyrir glataða framkvæmd og hörmulega áætlun er ég viss um að hamstrinum hefur aldrei liðið jafn vel og hann gerði þennan klukkutíma sem hann var lokaður inn í skáp á "rescue point one".

Sherlock Jónas Holmes Cruise kveður að sinni, góðar stundir
þriðjudagur, september 30, 2003
 
Jæja, þá er leiðinlegasti dagur vikunnar liðinn.
Annars fór ég í bíó í gær á myndina "Pirates of the Carabian" og verð að segja að þetta er bara mjög skemmtileg ævintýramynd í anda "Djöflaeyjan" og "Tomma og Jenna".
Fékk til baka fullt af verkefnum úr dönsku og íslensku og mér til furðu og ánægju leysti ég þau vel af hendi og hélt upp á það með því að hafa sáðlát á viðkomandi verkefni.
Er á þessari stundu étandi brauð með osti og skinku og undirbúa mig andlega sem og líkamlega undir það að fara til Tedda litla að spila Magi.. ég meina horfa á klám og drekka bjór..
Þangað til næst; Góðar stundir kæru vegfarendur

Powered by Blogger